1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Verður heimurinn betri?

Verður heimurinn betri?

Opna vöru
 • Höfundur
 • Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, í samstarfi við Staffan Landin
 • Myndefni
 • UN Photo, Victor Brott, Tamara Fenjan, Michael Åberg, Lin Thet Nuang
 • Þýðing
 • Salvör Aradóttir
 • Vörunúmer
 • 40083
 • Skólastig
 • Framhaldsskóli
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2019
 • Lengd
 • 96 bls.

Okkar kynslóð er sú fyrsta sem getur útrýmt fátækt og sú síðasta sem getur spornað gegn loftslagsbreytingum. (Ban Ki-moon)

VERÐUR HEIMURINN BETRI? Svarið ræðst af því hvern þú spyrð og hvað þú kýst að bera saman. Einhverjir myndu svara því að ástandið í heiminum hafi aldrei verið betra: fleiri og fleiri kunna að lesa og skrifa, hlutfall fátækra lækkar, fleiri hafa aðgang að hreinu vatni og ævilíkur aukast næstum því alls staðar í heiminum. 

Aðrir munu svara að óréttlæti hafi aldrei verið meira í heiminum, að munur á þeim fátækustu og ríkustu fari vaxandi og að þróun loftslagsmála sé enn á rangri leið. Í þessari bók er stuðst við nýjar staðtölur til að lýsa þróun heimsins undanfarna áratugi. Í bókinni er einnig fræðsla um heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina sem við lifum á fram til ársins 2030.

Þessi bók er tekin saman að frumkvæði Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP. UNDP starfar í 177 löndum og er hnattrænt tengslanet um þróun lífskjara. UNDP tengir saman lönd með þekkingu, reynslu og fjármagn til að aðstoða fólk við að bæta líf sitt. Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin á vef Sameinuðu þjóðanna og á vef um heimsmarkmiðin

Prentuðu eintaki af bókinn var dreift í alla skóla í lok vorannar 2019 

Fyrsta útgáfa bókarinnar Verður heimurinn betri? kom út árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfan og er hún uppfærð og endurskoðuð. Staffan Lundin (starfsmaður hjá UNDP á árunum 2001-2005) er höfundur bókarinnar í samstarfi við Norðurlandaskrifstofu UNDP. Staffan starfar nú sjálfstætt sem fyrirlesari og höfundur með megináherslu á þróunarmál. Hægt er að hafa samband við hann gegnum vefsíðu hans: www.staffanlandin.se. Efni þessarar bókar er einnig að finna á Skólavefnum. Þar er einnig að finna þýtt námsefni með æfingum fyrir eldri bekki grunnskóla og framhaldsskólanema, sem tekið er saman af Den Globala Skolan (Heimsskólanum) í samstarfi við Norðurlandaskrifstofu UNDP.

Bókin kom áður út í íslenskri þýðingu árið 2016 en þýðing og útgáfa bókarinnar á Íslandi er á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Nálgast má nánari upplýsingar um bókina og efni hennar má nálgast hjá félaginu, [email protected].

Útgáfa bókarinnar Verður heimurinn betri? hefur notið stuðnings utanríkisráðuneytisins.