Okkar kynslóð er sú fyrsta sem getur útrýmt fátækt og sú síðasta sem getur spornað gegn loftslagsbreytingum. (Ban Ki-moon)
Verður heimurinn betri? Við þessari spurningu eru mörg mismunandi svör. Mörg okkar lifa lengra, heilbrigðara og innihaldsríkara lífi en fólk gerði á fyrri tímum. Lifnaðarhættir okkar setja álag á jörðina og stríð, átök og heimsfaraldrar geisa um heiminn. Í þessari bók er stuðst við nýjar staðtölur til að lýsa þróun heimsins undanfarna áratugi. Í bókinni er heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina til ársins 2030.
Síðustu ár hafa verið erfiðir tímar fyrir fjölda fólks um allan heim. Áskoranirnar eru margar – en það er lausnirnar einnig. Það er mikilvægt að hafa í huga að fyrir Covid faraldurinn upplifðum við áratugi af fordæmalausum árangri, sem birtist í minni alþjóðlegum ójöfnuði, auknum tekjum á mann, bættum lífslíkum og stafrænum framförum. Heimurinn hefur aldrei áður gengið í gegnum jafn miklar og hraðar framfarir þegar kemur að heilsu fólks, menntun og lífskjörum. Það sýnir okkur að breytingar eru mögulegar og þekking á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er fyrsta skrefið í átt til þess að grípa til aðgerða.
Þessi bók er tekin saman að frumkvæði Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP. UNDP starfar í 177 löndum og er hnattrænt tengslanet um þróun lífskjara. UNDP tengir saman lönd með þekkingu, reynslu og fjármagn til að aðstoða fólk við að bæta líf sitt. Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á vef Félags Sameinuðu þjóðanna, www.un.is. og á www.heimsmarkmidin.is.
Prentuðu eintaki af bókinni verður dreift til allra grunn- og framhaldsskóla haustið 2025
Bókin kemur nú út á íslensku í þriðja sinn. Íslensk útgáfa bókarinnar er í umsjón Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og nýtur útgáfan stuðnings utanríkisráðuneytisins. Nálgast má nánari upplýsingar um bókina og efni hennar hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna, [email protected].