Vefurinn Verður heimurinn betri? styður við efni samnefndrar bókar.
Á vefnum má finna fjölbreytt og gagnvirkt efni fyrir skóla, kennara og aðra áhugasama. Efnið byggir á nýjustu tölfræðilegri framsetningu um þróun heimsins og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og er ætlað til að vekja til umræða, fræða og hvetja til virkni meðal ungs fólks. Á vefnum má finna myndbönd og fræðsluspjöld. Útgáfa bókarinnar og vefsins var unnin af Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, með stuðningi utanríkisráðuneytisins.