Námskrár

Almennir framhaldsskólar starfa eftir aðalnámskrá framhaldsskóla. Í henni er að finna upplýsingar um markmið og skipulag námsbrauta og námsgreina. Þar eru einnig ýmsar reglur er varða réttindi og skyldur nemenda og skóla.

Aðalnámskrá framhaldsskóla er birt í heild sinni á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is.

Allir framhaldsskólar gefa út sínar eigin skólanámskrár. Í þeim eru birtar nánari upplýsingar um starfssemi hvers skóla, námsframboð, skólareglur og þjónustu þá sem nemendum stendur til boða. Skólanámskrár má finna á vefsíðum skólanna.