Sproti 3a er í flokki kennslubóka í stærðfræði fyrir yngsta stig grunnskóla. Í flokknum er lögð áhersla á margs konar kennsluaðferðir og misþung verkefni. Markmiðin eru skýr og er hvert viðfangsefni tekið fyrir frá ýmsum hliðum. Textar eru stuttir og auðlesnir. Próf eru inn á læstu svæði kennara.
Efnisþættir í Sprota 3a eru:
Upplýsingar og tölfræði, þriggja stafa tölur, mælingar, tími, rúmmál og flatarmál, margföldun 1, deiling og samhverfa og horn.