Kennsluleiðbeiningar og verkefni með kennslubókinni Víkingaöld 800 – 1050 sem er þemahefti um fólk í Norður-Evrópu á víkingaöld. Í kennsluleiðbeiningum er að finna mikið af ítarefni og hugmyndir að fjölbreyttri útfærslu verkefna. Þar er einnig í boði verkefni til útprentunar þar sem er hægt að velja úr tvennskonar formi á verkefnum:
- Vinnublöð þar hægt er að prenta út eitt vinnublað með hverjum kafla.
- Vinnubókarkorn sem er 12 síðna vinnubók til útprentunar.
Lausnir við krossgátur og þrautir er að finna á læstu svæði kennara.
Athugið, bókamerki (bookmarks) sem eru í skjalinu opnast ekki í Google Chrome.