Kennsluleiðbeiningar með Orðspor 1 sem er fyrsta bókin af þremur í heildstæðu námsefni í íslensku fyrir miðstig grunnskóla
Nemendur kynnast uppruna íslenskunnar, fá að grúska og grafa upp fróðleik um hitt og þetta, eflast í framsögn, tjáningu, ritun, hlustun og lestri.
Í þessum kennsluleiðbeiningum erum við m.a. með hugmyndir um hvernig hægt er að útvíkka efnisþættina og kveikja áhuga nemenda á efninu.