1. Forsíða
  2. Læsisteymi Menntamálastofnunar

Læsisteymi Menntamálastofnunar

Hjá Menntamálastofnun starfa ráðgjafar sem vinna að innleiðingu aðgerða til eflingar læsis. Verkefnið er hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntamálum og Þjóðarsáttmála um læsi.

Í Þjóðarsáttmálanum er lögð áhersla á að sveitarfélög setji sér læsisstefnu og nýti töluleg gögn til að efla skólastarfið en frekar. Því til viðbótar mun Menntamálastofnun veita sveitarfélögum og skólum stuðning og ráðgjöf er varðar læsi og  úrvinnslu skimana. Sú ráðgjöf felst fyrst og fremst í að láta í té viðeigandi próf, aðstoða við að greina niðurstöður og nýta þær til umbóta með gerð aðgerðaáætlana varðandi læsi. 

Ráðgjafarnir styðja kennara, skólastjórnendur og sveitastjórnir um allt land við að efla læsi nemenda í leik- og grunnskólum. Þau sveitarfélög og skólayfirvöld sem óska eftir ráðgjöf, kynningu, fræðslu og eða  samstarfi geta haft samband við Menntamálastofnun.