Rafbókin er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf Náttúrunnar. Efnið er ætlað efstu bekkjum grunnskólans.
Í upphafi er fjallað um rafmagn, eðli þess og eiginleika. Þá kemur kafli um hljóð þar sem m.a. er lögð áhersla á hljóðið í umhverfi fólks. Því næst kemur kafli um varma og veður og lítillega er fjallað um massa og að lokum er kafli um eðli ljóssins og einkenni þar sem m.a. er fjallað um þróun ljósleiðaratækni, geislun og fleira.