Leirmótun-verkefni fyrir alla er framhald af grunnaðferðabókinni Leirmótun-keramik fyrir alla og á að nýtast nemendum í grunnskólum og öllum þeim sem eru að reyna fyrir sér í keramik.
Verkefnin eru unnin í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla 2011/13. Áhersla er bæði lögð á verkefni sem eru einföld í útfærslu og nýstárleg verkefni sem ekki hafa sést mikið í skólum; nánar til tekið hefðbundin verkefni og verkefni með nýja nálgun á leirmótun í skólastarfi.
Verkefnin eru miðuð við ákveðin aldursstig en mörg þeirra má létta eða þyngja svo að þau falli að öðrum aldursstigum, veruleika kennslustofunnar og þörfum nemenda. Hverju verkefni fylgir kveikja í byrjun og í lok þess tillögur að umræðum. Jafnframt er lögð áhersla á skissuvinnu.
Ítarefni fylgir þeim öllum og tillögur að samþættingu við aðrar námsgreinar fylgja meiri hluta verkefnanna.