Edda Snorra Sturlusonar geymir bestu lýsingar sem við eigum af ásatrú.
Í þessari fyrstu bók af þremur byrjar Iðunn Steinsdóttir að endursegja Snorra-Eddu fyrir börn. Lýst er hvernig þeir bræður Óðinn, Vilji og Vé skapa heiminn úr jötninum Ými. Sagt er frá ásum og ásynjum, fyrstu mönnunum, þeim Aski og Embu, byggingu Ásgarðs og Bifrastar, hrímþursum og örlaganornum og Iðunn með eplin svo fátt eitt sé nefnt.