Bókin Leikur, tjáning, sköpun er ætluð þeim sem leggja leiklistarkennslu fyrir sig. Hún nýtist bæði sem handbók og hugmyndabanki í kennslunni. Þungamiðja bókarinnar er skipulag kennslu á unglingastigi. Þar er önninni skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er grunnur lagður og hugmynd að verki fæðist. Í miðhluta eru spunaæfingar og safnað í sarpinn fyrir sýningu. Í lokahluta er leikritið æft og sýnt. Auðvelt er að heimfæra þetta skipulag upp á styttri eða lengri námskeið eða aðra aldurshópa. Í bókinni er einnig sérstakur kafli um raddbeitingu.