1. Forsíða
  2. Upplýsingar í aðdraganda samræmdra könnunarprófa

Upplýsingar í aðdraganda samræmdra könnunarprófa

Nú þegar styttist í fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 9. bekk viljum við minna á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á stuðningsúrræðum og undanþágum í Skólagátt vegna samræmdra könnunarprófa. Frestur til skráningar rennur út á miðnætti þriðjudaginn 21. febrúar.

Mikilvægt er að uppfæra nemendaskráningu í Skólagátt fyrir þann tíma, skrá inn nýja nemendur og taka út nemendur sem eru farnir. Vinsamlegast sendið nöfn og kennitölur brottfluttra nemenda og nemenda utan skóla á [email protected] merkt Brottfluttir nemendur og nemendur utan skóla. Þjónustuver Menntamálastofnunar sér um að færa þá utan skóla.

Einnig er mikilvægt að eyða aðgangi allra kennara sem ekki eru starfandi í ykkar skóla skólaárið 2017-2018. Sjá leiðbeiningar hér. Ef þetta er ekki gert, þá halda kennarar aðgangi sínum að gögnum frá þínum skóla.

Eftir 21. febrúar er ekki hægt að sækja um úrræði þar sem nemendaskráning úr Skólagátt er notuð til að útbúa prófkóða fyrir nemendur. Nemendur sem ekki eru skráðir inn fá ekki prófkóða, nemendur sem eru skráðir en eiga ekki að vera inni eru taldir með þegar þátttökuhlutfall er reiknað að loknum prófum.

Leiðbeiningar um skráningu á stuðningsúrræðum og undanþágum í Skólagátt má finna hér en komi upp vandamál má senda fyrirspurnir á [email protected]. Ekki verður hægt að sjá lista yfir nemendur með stuðningsúrræði eða undanþágur vegna persónuverndarsjónarmiða.

Framkvæmdaheftið hefur verið uppfært og er nú komið á vefinn undir heitinu Ítarlegar leiðbeiningar um framkvæmd. Hér má finna allt sem snýr að undirbúningi og framkvæmd prófanna.

Fjarfundir verða haldnir á mánudögum og miðvikudögum í aðdraganda prófanna. Þetta eru stuttir fundir, aðallega hugsaðir sem vettvangur fyrir starfsfólk skóla til að senda inn fyrirspurnir og fá svör við þeim. Í mörgum tilvikum verða fyrirspurnir sem þar koma fram einnig settar upp í Spurt og svarað á heimasíðu okkar. Það er ekki skylda að vera virkur þátttakandi í fundinum en getur verið upplýsandi að heyra hvað aðrir skólar eru að hugsa og spyrja um í aðdraganda prófanna. Þeir sem hafa hug á að nýta sér fjarfundina geta sent tilkynningu um þátttöku á [email protected]

Dagsetning fjarfunda

tímasetning

5. febrúar

kl. 14:30

7. febrúar

kl. 14:30

12. febrúar

kl. 14:30

14. febrúar

kl. 14:30

19. febrúar

kl. 14:30

21. febrúar

kl. 14:30

26. febrúar

kl. 14:30

28. febrúar

kl. 14:30

5. mars

kl. 14:30

Kynningarpróf (áður æfingapróf) er hugsað sem æfing fyrir nemendur í að skrá sig inn í prófakerfið og fá tilfinningu fyrir því að taka próf á rafrænu formi. Prófið hefur verið lengt og geta nemendur nú spreytt sig á prófi í fullri lengd í íslensku, stærðfræði og ensku. Ennfremur geta þeir fengið niðurstöður sínar (hlutfall réttra svara) í lokin. Kynningarprófin verða aðgengileg í byrjun febrúar á heimasíðu stofnunarinnar. 

Á vef Menntamálastofnunar og Facebook-síðu stofnunarinnar eru settar inn upplýsingar er varða prófin. Vinsamlega athugið að ekki verður lengur stuðst við Facebook-síðuna Innleiðing rafrænna prófa. Þá má senda fyrirspurnir á [email protected]

Listi yfir mikilvæga tengla í þessu bréfi:

Netfang Skólagáttar

Eyða aðgangi kennara úr Skólagátt

Leiðbeiningar um skráningu á stuðningsúrræðum og undaþágu í Skólagátt

Ítarlegar leiðbeiningar um framkvæmd

Upplýsingar um samræmd könnunarpróf á mms.is

Spurt og svarað

Vefur Menntamálastofnunar

Facebook-síða Menntamálastofnunar

Fyrirspurnir sendist á [email protected]

skrifað 24. JAN. 2018.