Fræðslumynd um hjólreiðar fyrir yngsta stig
Í myndinni er fjallað um reiðhjól sem heilsusamlegan og vistvænan ferðamáta og leiðbeint um ýmis atriði í sambandi við öryggi hjólandi vegfarenda, s.s. hjálmanotkun, ljós o.fl. Myndina má nota samhliða öðru umferðarfræðsluefni fyrir þennan aldurshóp. Kennsluleiðbeiningar á vef fylgja. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar stofnuninni.