1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hreyfispilið A3

Hreyfispilið A3

Opna vöru
  • Höfundur
  • Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
  • Myndefni
  • Bjarki Lúðvíksson og Erna Sigurðardóttir
  • Vörunúmer
  • 8517
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2015

Mismunandi spilaborð – notkunarmöguleikar

Spilaborðin eru gefin út í tveimur gerðum. Annað er í stærðinni A3 þar sem spilaborð er prentað á báðar hliðar. Önnur hliðin er með tölum sem segja til um hve oft skal gera æfinguna. Hin er án talna þar sem skrifa má með uppleysanlegu tússi fjölda endurtekninga á hverri æfingu. Þannig má aðlaga spilið að ólíkum þörfum og getu þátttakenda. Hitt spilaborðið er í stærðinni A2 og hugsað fyrir yngstu nemendurna. Þar er aðeins prentað á aðra hlið og hæglega má líma spilaborðið á gólf með bókaplasti.

Æfingaspjöld – myndir af æfingum

Með spilinu fylgja stuttar kennsluleiðbeiningar og 15 æfingaspjöld þar sem hver æfing í Hreyfispilinu er útskýrð á einfaldan hátt.

Gott er að prenta út æfingaspjöldin og fara yfir hverja æfingu áður en spilið er spilað. Þannig er hægt að skoða hvort leikmenn þekki æfingarnar og einnig er gengið úr skugga um að æfingarnar séu rétt gerðar. Mælt er með því að hengja æfingaspjöldin upp á vegg í kennslustofu, sérstaklega hjá yngri nemendum, þá geta nemendur skoðað spjöldin séu þeir ekki vissir um hvernig æfingin er framkvæmd þegar spilið er spilað.

Einnig er tilvalið að nota æfingaspjöldin til að brjóta upp kennslustund eða daginn. Þá eru þau prentuð út og klippt niður. Gott er að prenta spjöldin eða líma á þykkan pappír þannig að æfingarnar sjáist ekki í gegnum spjöldin.


Tengdar vörur