Í þessari bók eru 44 þjóðsögur og ævintýri sem skiptast í 8 flokka: Álfar og huldufólk, draugar, galdrar, kímni- og ýkjusögur, tröll, helgisögur, úr sjó og vötnum og útilegumenn.
Á löngum, dimmum vetrarkvöldum sátu sögumenn í íslenskum baðstofum fyrri alda. Þeir sögðu sögur meðan fólkið sat á rúmum sínum og vann. Þær segja frá álfum, tröllum, huldumönnum, galdramönnum, draugum, sæbúum, virtum mönnum og heimskum, englum og púkum, kristi og kölska. Þessar sögur eru kallaðar þjóðsögur og ævintýri.
Inngangur er á undan hverjum kafla eins og sjá má á sýnishorni úr bókinn sem hér fylgir með.
Með hverri sögu er svokallaður sögugluggi sem er stutt kynning á sögunni í upphafi hennar og í lok hverrar sögu eru verkefni. Feitletruð orð í texta eru með orðskýringum.