Gátlisti fyrir skóla og viðbrögð við vandkvæðum sem upp geta komið við fyrirlögn í skólum. Mikilvægt er að skólar undirbúi fyrirlögn vel og hafi neðangreind dæmi og fleiri til hliðsjónar.
Atriði sem huga þarf að fyrir prófdag:
- Stilla tungumál vafra á íslensku á öllum tölvum svo innskráningarsíður og forsíður prófanna birtist á íslensku. Sjá leiðbeiningar hér.
- Er búið að setja upp veflása á tölvur tímanlega fyrir prófdag? Sjá leiðbeiningar hér.
- Er búið að opna kynningarpróf með veflás til að sannreyna að tölvur séu tilbúnar fyrir próftöku?
- Er búið að yfirfara netþjónustu skólans og tryggja að hún þoli álagið? Ef margir nemendur nota hljóðskrár/stuðningspróf á sama tíma þarf netþjónusta að vera öflug og mikilvægt er að nemendur séu látnir opna prófið í minni hópum (2-5 mínútur á milli). Slíkt dreifir álagi á netkerfi skólans.
- Er búið að huga að netnotkun, þ.e. að ekki sé mikil notkun á nettengingu skólans, t.d. hjá öðrum árgöngum?
- Er búið að prófa hljóðið, stilla hljóðstyrk og tryggja að kveikt sé á hljóði í þeim tölvum sem nemendur með stuðningsúrræði nota?
- Eru varatölvur til staðar í skólanum, ef tölva hjá nemanda bilar?
- Hefur verið gerð áætlun um viðbrögð ef rafmagn fer af skóla, tengingar bregðast og önnur alvarleg tæknileg vandamál verða innan skólans?
- Hefur verið útskýrt fyrir nemendum að próftími stöðvast ef slökkt er á tölvu og að svör vistist þar sem nemandi var staddur?
- Hefur verið útskýrt fyrir nemendum að ekki skiptir máli að allir í stofunni hefji próftökuna á nákvæmlega sama tíma? Klukkan í prófi hvers nemanda ræður próftíma og hún byrjar ekki að telja niður fyrr en nemandi hefur skráð sig inn í prófið. MMS mælir eindregið með því að nemendur skrái sig ekki allir inn í prófið á sömu mínútunni heldur hver á fætur öðrum eða í litlum hópum sé um stóran hóp að ræða.
- Er búið að útskýra fyrir nemendum hvernig vinnustikan í prófinu virkar, þ.e. til að fara á milli kafla eða spurninga og athuga hvort einhverjum spurningum sé ósvarað? Gott er að nota kynningarpróf til að útskýra fyrir nemendum og æfa.
- Er búið að prenta prófkóða (þ.e. lykilorð hvers nemanda inn í prófin) tímanlega fyrir prófdag? Prófkóða má finna í Skólagátt.
- Hefur skóli tryggt að tæknileg aðstoð sé til staðar ef þörf krefur.
Viðbrögð vegna hugsanlegra vandkvæða við fyrirlögn á prófdögum:
- Vantar prófkóða.
Ef prófkóða vantar – sendið póst á [email protected] með nafni nemanda og kennitölu, nafni skóla, nafni og síma tengiliðs (þess sem er að aðstoða nemanda).
- Prófkóði virkar ekki.
Ef prófkóði virkar ekki þarf að athuga hvort prófkóði hafi verið rétt sleginn inn (prófa að sleppa bandstrikum og nota lágstafi). Hafi annar nemandi notað tölvuna í prófi fyrr um daginn gæti þurft að endurræsa hana (halda takkanum inni þar til slökknar á tölvu).
Ef það virkar ekki, hafið samband við MMS í síma 514-7500 eða sendið tölvupóst á [email protected].
- Prófið opnast ekki eða önnur vandamál koma upp við innskráningu.
Opnist prófið ekki þarf að athuga hvort réttur prófkóði sé notaður. Ef vandamálið felst í tengivandræðum, þ.e. upp kemur villa eða óeðlilega langur tími líður frá innskráningu þar til prófið opnast, er ráðlagt að nemendur skrái sig inn í minni hópum og stuttur tími sé látinn líða á milli hópa. Ef vandamál er enn til staðar skal hafa samband við MMS í síma 514-7500 eða á netfangið [email protected].
- Nemandi missir samband við prófakerfið.
Athuga þarf með netsamband og gæta að því að ekki sé álag á neti annars staðar í skólanum. Ef netsamband í skólum er ekki fullnægjandi getur það lýst sér í því að 2-3 nemendur missi samband við kerfið. Ráðlegt er að endurræsa tölvu ef nemandi lendir ítrekað í svona vanda.
Ef ekki fæst lausn þarf að hafa samband við MMS í síma 514-7500 eða á netfangið [email protected].
- Vandamál með hljóðskrár.
Athugið hvort örugglega sé kveikt á hljóði í tölvunni og það rétt stillt (fara þarf út úr veflás/endurræsa). Athuga að prófa önnur heyrnartól. Ef hljóð kemst ekki á þó stillingar séu í lagi er ráðlagt að endurræsa tölvuna eða skipta um tölvu. Ef það virkar ekki þarf að hafa samband við MMS í síma 514-7500 eða á netfangið [email protected]
- Alvarleg tæknileg vandamál. Stór nemendahópur nær ekki sambandi við prófakerfi eða er ítrekað að missa samband við það.
Ef alvarleg tæknileg vandamál koma fram, sem ekki verða rakin til skólans eða tölvubúnaðar hans, skal hafa samband við MMS í síma 514-7500. Stofnunin metur í slíkum tilvikum hvort virkja þarf viðbragðsáætlun vegna 3. stigs vanda. Matið felst í því að sérfræðingar Menntamálastofnunar og Assessment Systems hefjast strax handa við að greina vandann og leita lausna. Ef staðfest er alvarlegt tæknilegt vandamál sem rekja má til prófakerfisins virkjast viðbragðsáætlun. Skólastjórum og öðrum sem hafa verið skráðir hjá stofnuninni með tölvupóstfang, munu berast formlegar tilkynningar í tölvupósti frá Menntamálastofnun með reglulegu og stuttu millibili. Skólastjórar/umsjónarmenn samræmdra könnunarprófa tilkynna nemendum bið og ákveða hvað nemendur taka sér fyrir hendur meðan á biðtíma stendur.
Ef próf hefst að nýju er mikilvægt að skrá nemendur inn í það með jöfnu millibili, í smáum hópum eða hvern á fætur öðrum.
Önnur vandamál
Reyna hefðbundnar úrlausnir. Ef þær duga ekki þarf að hafa samband við MMS í síma 514-7500 eða á netfangið [email protected]