Þessi handbók er einkum ætluð kennurum barna í 3. og 4. bekk grunnskóla en í henni eru hugmyndir sem nota má með öllum börnum á yngsta stigi grunnskólans. Bókin nýtist líka kennaranemum, foreldrum og öðrum sem láta sig máluppeldi varða. Efni bókarinnar miðast við að börnin hafi tileinkað sér ákveðna undirstöðu fyrstu tvö skólaárin og geti því tekist á við þyngri verkefni en áður.
Bókin skiptist í:
- Lestur
- Orðaforði og lesskilningur
- Málfræði og málbeiting
- Ritun
- Ljóðagerð og ljóðalestur
- Heildstæð móðurmálskennsla
- Námsmat og greining
- Samstarf heimila og skóla
- Lestrarerfiðleikar.