Myndaflokkurinn Trúarbrögð mannkyns fjallar um nokkur helstu trúarbrögð jarðarbúa. Í hverri mynd er sagt frá fjölskyldu og ýmsum siðum er tengjast trú hennar. Fléttað er inn upplýsingum um trúarbrögðin, svo sem um stofnanda trúarinnar og upphaf hennar, útbreiðslu, trúarskyldur, guðshús og helgistaði.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að IP tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.