Námsefnið Syngjandi skóli hefur að geyma 44 lög og kvæði. Um er að ræða sígild lög allt frá Aravísum til Öxar við ána. Í bókinni eru lögin nótnasett og kvæðin prentuð. Hér er á ferð það efni sem áður hét Syngjum saman og Ljóðsprotar og var til á bókum og snældum. Bókinni fylgir hlustunarefni á vef. Þar eru lögin sungin af börnum úr Kársnesskóla en hverju lagi fylgir leikin útgáfa. Hana má nota sem undirleik við söng nemenda. Námsefnið nýtist öllum skólastigum.