Hugfinnur, handbók um bókmenntahugtök er handbók sem er aðallega ætluð nemendum á unglingastigi. Bókin hefur að geyma skilgreiningar og dæmi um algeng bókmenntahugtök. Í henni er hugtökum raðað í stafrófstöð til að einfalda lesendum að fletta þeim upp. Auk þess má í bókinni finna nokkrar spurningar og efni til íhugunar sem getur nýst til umræðu eða verkefnavinnu.