Halló heimur kennsluleiðbeiningar fylgja námsefninu Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Kennsluleiðbeiningunum er skipt upp í 9 kafla líkt og nemendabókinni og fylgja þær bókinni opnu fyrir opnu.
Í kennsluleiðbeiningum eru:
- upplýsingar um tengingu námsefnisins við hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti menntunar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
- markmið kaflans, hugmyndir að kveikju og umræðupunktum með opnumynd kaflans
- fróðleikur um efni hvers kafla, áhugaverða tengla og útskýringar á hugtökum kaflans
- greinargóðar útfærslur af verkefnum sem hentugt er að vinna í tengslum við efni kaflans
- málshættir, orðatiltæki og söngtextar sem tengjast efni kaflans
- lýsingar á verkefnum í verkefnabók og markmið þeirra
Hér má nálgast upptöku og glærur frá kynningu höfunda á Halló heim 1 sem fram fór á rafrænu opnu húsi Menntamálastofnunar þann 19. ágúst 2020.