Leitin að haferninum er fyrsta bókin í flokknum Sestu og lestu.
Efnið er ætlað börnum á yngsta- og miðstigi grunnskólans sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar. Því er ætlað að vekja lestrargleði og áhuga fyrir mismunandi framsetningu texta. Aftast í bókinni eru nokkur viðfangsefni sem ætlast er til að börnin vinni saman og ræði um.