1. Forsíða
  2. Umfjöllun um Ljóðaflóð á KrakkaRÚV

Umfjöllun um Ljóðaflóð á KrakkaRÚV

Skemmtilegt viðtal var við vinningshafa Ljóðaflóðs var í þættinum Húllumhæ sl. föstudag.

Höfundar ræddu um ljóðin sín og höfðu meðal annars á orði að ljóðasamkeppnin væri mikil hvatning til allra krakka sem skrifa ljóð, skrifa ekki ljóð eða langar að skrifa ljóð. Það væru margir sem áttuðu sig ekki á því hvað ljóð geta verið skemmtileg, það sé gaman að fá skrýtnar hugmyndir og útfæra þær í ljóði. Síðan væru ljóð líka góð leið til að varðveita íslenskuna.

Hér stíga fram skáld framtíðarinnar!

Nánar um úrslitin má sjá í frétt um úrslit Ljóðaflóðs 2021.

 

skrifað 31. JAN. 2022.