Námsefnið Tónlist og umhverfi er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Það er einkum ætlað 1.–2. bekk þó að vissir hlutar þess henti einnig vel fyrir eldri nemendur. Námsefnið samanstendur af nemendabók, kennaraefni og hlustunarefni sem fylgir kennarabókinni á geisladiski og er inni á læstu svæði kennara.
Í bókinni er unnið með tónlist og umverfi á fjölbreyttan hátt, íl eik, söng, hreyfingu og skapandi ferlum, hlustun og skriflegum verkefnum. Efnið á að hvetja börn til að gefa gaum að umhverfi sínu, ekki síst hljóðheiminum. Tjáning í leik, hreyfingu og tónlist hentar börnum vel til að skynja og uppgötva heiminn. Tónlist veitir þeim tækifæri til að tjá tilfinningar og hughrif sem erfitt er að koma orðum að. Efnið er tekið saman með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir tónmennt.