Um er að ræða handhæg spjöld með skref-fyrir-skref leiðbeiningum um notkun aðferða skapandi hugsunar í skólastarfi. Spjöldin innihalda 42 aðferðir sem hægt er að beita í verkefnabundnu og lausnamiðuðu námi til að auðvelda t.d. samvinnu, upplýsingaöflun, hugmyndavinnu og sköpun lausna. Spjöldin er hægt að nota þegar verið er að skipuleggja verkefni og kennsluhætti bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þverfagleg verkefni.
Spjöldunum fylgir handbók sem fjallar um hönnunarhugsun og bendir á möguleikana sem efnið býður upp á í skólastarfi.
ATH. Til að spjöldin prentist út með réttum hætti þarf að haka við í prentstillingum:
• Flip on short edge
• Landscape prentun
• Print on both sides of paper
og þá prentast rétt aðferð á rétta forsíðu.