1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Ég og samfélagið (rafbók)

Ég og samfélagið (rafbók)

Opna vöru
  • Höfundur
  • Garðar Gíslason
  • Myndefni
  • Blær Guðmundsdóttir
  • Vörunúmer
  • 40691
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Útgáfuár
  • 2024
  • Lengd
  • 136 bls.

Ég og samfélagið er kennslubók sem er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. 

Eitt af því sem við eigum öll sameiginlegt, sama hvar við búum í heiminum er að tilheyra samfélögum. Sum þeirra eru agnarsmá eins og til dæmis fjölskyldan meðan önnur eru miklu stærri. Öll hafa þessi samfélög áhrif á hver við erum og hvernig við hegðum okkur. Við höfum líka áhrif á samfélög okkar, reyndar mismikil eftir því hversu stór þau eru. Fjölskyldan hefur til dæmis mikil áhrif á hver og hvernig við erum en við gjörbreyttum líka lífi fjölskyldunnar þegar við fæddumst. Allt líf á jörðinni tilheyrir samfélögum en hér er aðallega verið að skoða samfélög sem nemendur tilheyra og áhrif þeirra. Með samanburði við íslensk samfélög fyrr á tímum og aðra menningarheima er meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvaðan fáum við upplýsingar um það sem er að gerast umhverfis okkur? Hvað eru samfélagsmiðlar? Má segja hvað sem er eða birta myndir af vinum á netinu? Af hverju ráða sumir meiru en aðrir? Hver býr til reglur sem við þurfum öll að  fara eftir? Eru reglur eins alls staðar í heiminum?


Tengdar vörur