Litlu landnemarnir er í flokknum Auðlesnar sögubækur og er ætluð nemendum sem eiga erfitt með að lesa langan texta.
Hún gerist á landnámsöld og segir frá ferð systkinanna Ísólfs og Helgu og fólks þeirra yfir hafið og landnámi þegar komið er til Íslands. Í bókinni er fjöldi fallegra litmynda eftir Sigrúnu Eldjárn sem henta vel til að vekja umræður. Bókin er til sem hljóðbók.