Beinagrindur – Handbók um ritun á að styðja nemendur í að rita ólíkar textategundir.
Með því að þjálfa lestur og ritun á mismunandi textum verða nemendur hæfari til að tjá sig á fjölbreyttari og markvissari máta.
Í bókinni eru leiðbeiningar settar fram á myndrænan og einfaldan hátt og auðvelt er fyrir nemendur að fylgja leiðbeiningum stig af stigi þar sem m.a er farið yfir orðanotkun, efnisröðun, mál og stíl.