1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Lesferill
  4. Próf á læstu svæði kennara

Próf á læstu svæði kennara

Leið til læsis eftirfylgnipróf – mat á lesfimi
Á læstu svæði kennara, undir námsgreininni íslenska, má finna Leið til læsis – eftirfylgnipróf sem nota má til að meta lesfimi nemenda sem geta ekki tekið sama próf og jafnaldrar vegna lestrarerfiðleika eða annarra frávika. Niðurstöður þessara prófa er ekki hægt að skrá í Skólagátt.

Orðarún – mat á lesskilningi
Lesskilningsprófið Orðarún er ætlað nemendum í þriðja til áttunda bekk. Prófin eru stöðluð fyrir apríl og eru tvö próf fyrir hvern árgang. Hvert próf samanstendur af tveimur textum og fylgja tíu fjölvalsspurningar eða fullyrðingar hvorum texta. Efni textanna þyngist eftir því sem nemendur eru eldri, orðum fjölgar, letrið minnkar og spurningar verða að sama skapi þyngri. Handbók Orðarúnar og öll prófgögn er að finna á læsta svæðinu undir námsgreininni íslenska.