1. Forsíða
  2. Próf og mat

Nýtt námsmat

Frá og með vori 2016 eiga nemendur sem ljúka grunnskóla að fá vitnisburð sinn í bókstöfum í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Meginrök fyrir nýjum einkunnakvarða eru að með nýrri aðalnámskrá er aukin áhersla lögð á hæfni og sett eru fram ný viðmið fyrir námsmat.


Rafræn próf

Menntamálastofnun hefur hafið innleiðingu rafrænna prófa samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis. Með rafrænum prófum gefst meðal annars kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs og að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda.