1. Forsíða
  2. Skólastig
  3. Lýðskólar
  4. Réttindi og skyldur í kjölfar viðurkenningar

Réttindi og skyldur í kjölfar viðurkenningar

Í viðurkenningu lýðskóla felst staðfesting á því að starfsemi viðkomandi skóla uppfylli, á þeim tíma sem viðurkenning er veitt, almenn skilyrði laga um lýðskóla og reglna sem settar eru með stoð í þeim. Skóli sem hlotið hefur viðurkenningu hefur sjálfdæmi um starfsemi sína að öðru leyti en því sem kveðið er á um í lögum um lýðskóla, reglum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli laga þessara. Viðurkenning er ávallt skilyrt því að lýðskóli uppfylli 6. tölul. 2. mgr. 3. gr. laga um lýðskóla.

Í viðurkenningu lýðskóla felst hvorki skuldbinding um fjárframlög úr ríkissjóði til viðkomandi skóla né ábyrgð hins opinbera á skuldbindingum hans.

Lýðskóli skal birta skólanámskrá á vef skólans. Þá skal lýðskóli veita Menntamálastofnun árlega skýrslu um starfsemina og veita allar umbeðnar upplýsingar um rekstur og starfsemi þegar óskað er.

Uppfylli viðurkenndur lýðskóli ekki lengur skilyrði laga um lýðskóla eða reglna sem settar eru með stoð í þeim getur Menntamálastofnun afturkallað viðurkenninguna. Áður en til afturköllunar kemur skal stjórn lýðskóla send aðvörun þar sem lýst er þeim aðfinnslum og athugasemdum sem gerðar hafa verið við starfsemi hans. Heimilt er að veita lýðskóla allt að þrjá mánuði til að bregðast við athugasemdum og leggja fram áætlun um hvernig bætt verði úr ágöllum á starfseminni. Um málsmeðferð fer að öðru leyti samkvæmt stjórnsýslulögum.