1. Forsíða
  2. Skólastig
  3. Framhaldsskólar
  4. Staðfesting námsbrautalýsinga

Staðfesting námsbrautalýsinga

Framhaldsskólar setja sér námsbrautalýsingar og áfangalýsingar sem skráðar eru á námskrárvef mennta- og menningarmálaráðuneytisins og senda til staðfestingar.
Staðfestar námsbrautalýsingar eru hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla og hafa framhaldsskólar þann möguleika að taka upp og kenna staðfestar brautalýsingar. Sjá staðfestar námsbrautarlýsingar. 

Námsbrautarlýsingar
Tillögur skólanna að námsbrautalýsingum fara í staðfestingarferli hjá Menntamálastofnun. Þar eru þær metnar með hliðsjón af viðmiðum aðalnámskrár og skólar endurskoða brautalýsingar eftir athugasemdum sem gerðar eru.

Ábyrgð á námskrárgerð
Með lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, færðist ábyrgð á námskrárgerð að miklu leyti til framhaldsskólanna. Þeim er nú falið að gera tillögur um fyrirkomulag, samhengi og inntak náms í samræmi við viðmið, sniðmát og reglur um gerð námsbrautalýsinga. Með þessu fá einstakir framhaldsskólar aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið af sérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags og atvinnulífs.

Starfsnámsbrautir 
Tillögur skólanna að starfsnámsbrautum eru að auki sendar til starfsgreinaráða hinna ýmsu faggreina til umsagnar og mats. Um hlutverk starfsgreinaráða við mat á starfsnámi fer samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Samþykkt námsbrautalýsing er síðan send ráðuneyti til staðfestingar.

Hæfniþrep 
Í aðalnámskrá er öllu námi í framhaldsskóla skipað á fjögur hæfniþrep auk áfangalýsinga sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Með hæfniþrepunum er lýst stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar menntunar.

Um hæfniþrep