Stuðningspróf

Tilgangur stuðningsprófanna (orðleysulestur og sjónrænn orðaforði) er að veita nánari  upplýsingar um stöðu grunnaðferða í lestri og skipuleg notkun  prófanna getur einnig  veitt góðar  vísbendingar um  hvaða  nemendur það  eru sem  e.t.v. glíma við undirliggjandi  lestrarvanda.  Markviss  greining  og notkun á niðurstöðum  ætti að liggja til  grundvallar áherslum og viðfangsefnum lestrarkennslu  eða lestrarstuðningi  fyrir einstaka nemendur, bekk,  árgang eða jafnvel skipulagi  lestrarkennslu  á skólavísu  en með skýru skipulagi  er hægt að  tryggja flestum nemendum  góða  lestrarfærni  og nýta bjargráð vel.

Orðleysulestur
Orðleysulestur er ein besta leiðin til að meta þekkingu  nemanda  á  tengslum  bókstafs  og  hljóðs  sem  er  undirstaða  umskráningar  í  lestri. Öryggi  við  beitingu  hljóðaaðferðar  er  forsenda  þess  að  nemandi  geti  byggt  upp  sjónrænan orðaforða og sjálfvirkur lestur orðmynda er forsenda góðrar lesfimi.

Sjónrænn orðaforði
Sjónrænn  orðaforði  er  safn  orðmynda  þar  sem  nemandinn  þekkir  hljóðræna  og sjónræna  mynd  orða  ásamt  merkingu  fyrirhafnarlaust  og  án  umhugsunar.  Góður  sjónrænn orðaforði  er  forsenda  þess  að  nemandi  geti  lesið  texta  af  öryggi  og  áreynslulaust  og  er  þar  af leiðandi forsenda lesfimi.

Öll gögn prófanna er að finna í Skólagátt en aðrar upplýsingar um prófin má finna í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils og í Túlkun á niðurstöðum stuðningsprófa Lesferils.