1. Forsíða
  2. Hvað ert þú að lesa?

Hvað ert þú að lesa?

Það er skemmtilegt að lesa á sumrin smiley

Þá er svo margt spennandi að gerast sem vekur upp spurningar, gott er þá að leita eftir nánari fróðleik við lestur bóka. Það er líka bara svo gott að eiga notalega stund við lestur. 

Það er mikilvægt að börn og unglingar lesi í sumarfríinu. Rannsóknir hafa sýnt að sumarfrí nemenda hefur í för með sér ákveðna afturför í lestri sé lestrarfærninni ekki haldið við.

Það þarf ekki að lesa nema 15 mínútur á dag við lestur til að halda við færninni. Mikilvægt er að velja lesefni sem höfðar til áhuga hvers og eins. 
Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar er góður stuðningur sem gott er að grípa til, en það inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. 

Dagatölin hafa einnig verið gefin út á ensku og pólsku.

Dagatölin eru öll einnig til án texta þannig að hægt er að fylla inn í þau með eigin hugmyndum. 

Hér má finna fróðleik er gagnast foreldrum við læsisuppeldið. 

Það er líka gaman þegar fjölskyldan les saman!

Gangi ykkur vel við lesturinn og gleðilegt sumar wink