Markmiðið með Stöðumatinu er að styðja við vinnu skólanna varðandi mat á þekkingu nemenda af erlendum uppruna þannig að skólinn geti undirbúið og lagað kennsluna að þörfum nemandans og þekkingargrunni hans.
Mat skóla snýst um að safna upplýsingum um þekkingu nemandans og túlka þær út frá markmiðum matsins. Algengasta form námsmats er að skólinn meti þekkingu nemandans í ólíkum aðstæðum í gegnum skólagöngu hans. Stöðumatið lýsir grunnþekkingu nemandans og liggur til grundvallar skipulagi kennslunnar og einstaklingsíhlutunar. Í efninu eru hugtökin námsmat (mat) og stöðumat notuð jöfnum höndum.
Stöðumat á þekkingu nemandans, aldri og persónulegum aðstæðum veitir skólanum grunn fyrir ákvarðanatöku skólastjóra um hvaða námshópi nemandinn á að tilheyra.
Efnið er ætlað grunnskólum en það er einnig hægt að nota á framhaldsskólastigi.