Samkvæmt lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, er skólastjórum heimilt, ef gildar ástæður mæla með því og ef samþykki foreldra liggur fyrir að veita nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmd könnunarpróf í 4., 7. bekk. Skólastjórar tilkynna Menntamálastofnun um undanþágurnar með sama hætti og þegar skráð eru stuðningsúrræði í nemendaskráningunni Í Skólagátt. Við skráninguna þarf að tilgreina ástæðu fyrir undanþágu nemanda.
Undanþágur er hægt að veita nemendum
1. með annað móðurmál en íslensku. Þeim er veitt undanþága frá töku íslenskuprófs og stærðfræðiprófs, hafi þeir dvalið skemur í landinu en eitt ár.
2. í sérskólum, sérdeildum og þeim sem taldir eru víkja svo frá almennum þroska að þeim henti ekki samræmd könnunarpróf.
3. sem orðið hafa fyrir líkamlegu eða andlegu áfalli sem gerir þeim ókleift að þreyta samræmd könnunarpróf.
Undanþágur eru ákveðnar af skólastjóra í samráði við foreldra nemandans. Skólastjórar hafa tilkynningarskyldu við Menntamálaráðuneytið að þessu leyti og hefur fallið í hlut Menntamálastofnunar að taka við tilkynningum um nemendur sem fá undanþágu. Þegar undanþágur eru tilkynntar er merkt við það ákvæði undanþágureglna sem við á hverju sinni.