Menntamálastofnun hefur umsjón með innleiðingu rafrænnar ferilbókar í vinnustaðanámi. Ferilbókin byggir á reglugerð um vinnustaðanám sem tók gildi 1. ágúst 2021.
Markmið ferilbókarinnar er að efla gæði vinnustaðanáms með því að mynda samskiptavettvang nemenda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi, um skilgreinda hæfniþætti þess starfs sem nemandinn lærir til. Ferilbækurnar innihalda lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.
Ferilbók í vinnustaðanámi byggir á starfslýsingum og hæfnikröfum sem starfsgreinaráð vinnur í samvinnu við Menntamálstofnun. Starfslýsingar og hæfnikröfur eru leið atvinnulífsins til að skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautalýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og eru hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla.
Ferilbókin tryggir nemandanum þjálfun í þeim verkþáttum sem hæfnikröfur starfs gera ráð fyrir. Gæði náms aukast, nemandinn fær viðeigandi þjálfun í öllum hæfniþáttum og mun styrkja réttindi starfsnámsnemenda. Nemasamningar eru vistaðir í ferilbókinni.
Samskipti skóla og atvinnulífs verða skilvirkari og einfaldari. Ferilbók er mikilvægur liður í því að einfalda utanumhald og auka gæði í starfsþjálfun.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman helstu spurningar og svör er varða vinnustaðanám og notkun rafrænna ferilbóka.
Hér er að finna leiðbeiningar fyrir umsjónaraðila skóla hvernig ferilbók er stofnuð fyrir nemanda.