1. Forsíða
  2. Skólastig
  3. Framhaldsskólar
  4. Viðurkenning einkaskóla

Viðurkenning einkaskóla

Einkaskólar á framhaldsskólastigi eru viðurkenndir á grundvelli 12. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, kafla III. Mennta- og menningarmálaráðherra getur veitt skólum, öðrum en opinberum framhaldsskólum, viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi skóla uppfylli, á þeim tíma sem viðurkenning er veitt, almenn skilyrði laga og reglna sem settar eru með stoð í þeim. Reglugerð um viðurkenningu einkaskóla nr. 426/2010 byggir á þessari grein laganna. Viðurkenning á einkaskóla felur hvorki í sér vilyrði um fjárframlög né skuldbindingu af hálfu ríkissjóðs. Hún veitir nemendum sem stunda nám á viðurkenndri námsbraut skólans ekki sjálfkrafa rétt til fyrirgreiðslu úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.