1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Alþjóðleg verkefni
  4. Youth Wiki - upplýsinganet

Youth Wiki - upplýsinganet

Málefni ungs fólks eru fjölbreytt og snerta margar hliðar samfélagsins. Koma þau fram m.a. í stefnumótun stjórnvalda, lögum og reglugerðum – bæði á efstu stigum stjórnkerfisins sem og á sveitarstjórnarstiginu – og eins í störfum stofnana og félagasamtaka. Vegna umfangs getur reynst erfitt að fá yfirsýn yfir málaflokkinn.

Árið 2015 setti Evrópuráðið af stað samstarfsverkefni um að safna saman upplýsingum um málefni ungs fólks og koma þeim skipulega og greinilega á framfæri til að betur mætti öðlast yfirsýn yfir þennan viðamikla málaflokk. Verkefnið er víðfeðmt og skiptist í 9 kafla þar sem farið er yfir fjölmarga þætti, s.s. sjálfboðaliðastörf ungmenna, samfélagsþátttöku ungmenna í víðu samhengi, heilsu og velferð ungmenna, tækifæri ungmenna til atvinnu og nýsköpunar og stöðu íslenskra ungmenna í alþjóðlegu samhengi. Verkefnið á rætur sínar að rekja til ársins 2013 er flóttamönnum tók að fjölga verulega í Evrópu. Þótti mikilvægt að kortleggja æskulýðsstarf í Evrópu og þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem standa utan kerfis.

Í verkefninu er reynt að lýsa efnistökum eins og þeim eru gerð skil á efstu stigum stjórnsýslu Íslands. Því er nær einungis stuðst við lög- og reglugerðir, opinber gögn um stefnumótun í einstaka málaflokkum sem og opinberar skýrslur, auk opinberra upplýsinga frá stofnunum og félagasamtökum eftir því sem við á.

Efni kaflanna er breytingum háð og verða á næstu misserum færðar inn viðbætur og uppfærslur eftir forskrift Evrópuráðsins. Textinn er enn sem komið er aðeins á ensku en það er vilji Menntamálastofnunar að með tíð og tíma verði mögulegt að birta efnið í íslenskri þýðingu. Enn fremur er vonast til þess að verkefnið komi til með að nýtast sem best hverjum þeim sem vill kynna sér betur stöðu ungmenna í Evrópu en hægt er að nálgast efni frá öllum þátttökulöndum með því að fylgja tenglinum hér að neðan.

Youth Wiki