1. Forsíða
  2. 10. Einkunnir og afhending þeirra

10. Einkunnir og afhending þeirra

10.1 Einkunnir

Fyrir hvert próf eru gefnar tvenns konar einkunnir sem sýna þversnið af kunnáttu nemanda í viðkomandi námsgrein og eiga að sýna styrk- og veikleika nemandans.

  • Hæfnieinkunn sem sýnir frammistöðu nemanda á prófinu í heild.     
  • Raðeinkunn sem sýnir stöðu nemandans á prófinu í heild og í hverjum námsþætti.

Það eru notaðar ólíkar tegundir einkunnakvarða til að koma til að veita nemendum, foreldrum og kennurum endurgjöf auk þess að koma til móts við mismunandi þarfir um upplýsingar. 

10. 2 Hæfnieinkunn

Hæfnieinkunn sýnir frammistöðu nemanda á prófinu í heild. Einkunnin er sett fram á kvarðanum A, B, C og D þar sem bókstafirnir tákna matsviðmið í aðalnámskrá.

10.3 Raðeinkunn

Raðeinkunn sýnir stöðu nemandans í prófinu sem heild og í hverjum námsþætti fyrir sig. Þessi einkunn sýnir hvernig nemandi stendur í samanburði við aðra nemendur árgangsins. Nemandi sem fær raðeinkunnina 60 stendur sig jafn vel eða betur en 60% árgangsins. Annað dæmi er nemandi sem fær raðeinkunnina 45 stendur sig jafnvel eða betur en 45% nemenda í árganginum sem tóku prófið. Það þýðir að nemandinn sé aðeins undir meðaltali jafnaldra í þessum tiltekna námsþætti í þessu tiltekna prófi. 

Til dæmis er gefin raðeinknn í prófinu í heild og á skilgreindum námsþáttum. Eftirfarandi námsþættir eru skilgreindir á samræmdum könnunarprófum í 9. bekk:

Árgangur Íslenska Stærðfræði Enska 
9. bekkur Lesskilningur og málnotkun. Reikningur og aðgerðir, algebra, hlutföll og prósentur og rúmfræði og mælingar. Lesskilningur og málnotkun.
 

10.4 Einkunnaskil

Einkunnir nemenda eru birtar í Skólagátt um leið og þær liggja fyrir. Almennt liggja einkunnir fyrir fjórum vikum eftir dagsetningu síðasta prófs. Í framhaldi af því sækja skólastjórar einkunnir í Skólagátt og afhenda nemendum, eftir því sem hentar starfsemi hvers skóla. 

10.5 Að sjá niðurstöður úr prófi hvers nemanda

Að loknu prófi birtir Menntamálastofnun svokallað sýnispróf og er það sett inn í Skólagátt. Nemendur og foreldrar geta fengið aðgang að sýnisprófi hvers nemanda hjá skóla nemandans. Skólastjóri og kennarar þurfa að fara inn í Skólagátt og sækja þar sýnispróf hvers nemanda. 

Sýnispróf er próf sem sýnir sambærileg prófatriði (verkefni/spurningar) og nemandinn svaraði á prófinu. Ennfremur sést á sýnisprófinu hvernig nemandinn svaraði hverju prófatriði, þ.e. hvort hann svaraði því rétt, rangt eða svaraði ekki (skilaði auðu). Prófatriði í sýnisprófum eru sambærileg við raunveruleg próf og auk þess er hvert prófatriði (verkefni/spurningar) með tilvísun í aðalnámskrá, sem eykur möguleika þeirra til að veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annarra. 

Ekki er heimilt að fá aðgang að raunverulegu prófi nemandans. Menntamálastofnun mun nota prófatriði aftur í næstu fyrirlögnum samræmdra könnunarprófa. Að semja prófatriði í samræmi við hæfnimarkmið aðalnámskrár er mikið og krefjandi verkefni og þess vegna þarf að endurnýta prófatriði. Ef prófatriði eru gerð opinber er ekki unnt að nota það að nýju. Í samræm ákvæði 10. gr., lið 5 upplýsingalaga nr. 140/2012 er Menntamálastofnun heimilt að hafna aðgangi að prófum sem verða notuð aftur. 

 

<<Fyrri kafli

Næsti kafli>>

Efnisyfirlit