1. Forsíða
  2. 2. Dagsetningar og próftími

2. Dagsetningar og próftími

2.1 Dagsetningar prófa

Samræmd könnunarpróf verða haldin sömu daga í öllum skólum í mars 2019. Samkvæmt bréfum Menntamálastofnunar dagsettum  6. janúar og 7. júní 2017 og bréfi með upplýsingum um breyttar dagsetningar dagsett 2. október 2018, verða samræmd könnunarpróf haldin sem hér segir:

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 2019:

Vikudagur

Dagsetning

Bekkur

Fag

Mánudagur

11. mars 2019

9. bekkur

íslenska

Þriðjudagur

12. mars 2019

9. bekkur

stærðfræði

Miðvikudagur

13. mars. 2019

9. bekkur

enska

Varaprófdagar verða 19. og 20. mars.

2.2 Próftími

Próftíminn er sá tími sem nemandinn fær til að vinna að prófverkefnum og er hann 150 mínútur í 9. bekk. Nemendur með lengdan próftíma fá 30 mínútur til viðbótar. Rafræna prófakerfið heldur utan um próftíma og lokast prófið sjálfkrafa þegar tíminn er liðinn. Nemendur geta fylgst með hvað próftíma líður á klukku í vinnustiku. 

Skólar eiga kost á að dreifa próftöku nemenda yfir daginn svo framarlega sem þeir hefji próftöku á tímabilinu 8:00 til 14:00. 

<<Fyrri kafli

Næsti kafli>>

Efnisyfirlit