1. Forsíða
  2. Alþjóðlegur dagur læsis í dag

Alþjóðlegur dagur læsis í dag

Í dag, 8. september er alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni bendum við á nýtt efni Menntamálastofnunar sem finna má á vefnum:

Yngsta stig
Smábækur er bókaflokkur ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri. Sögurnar eru fjölbreyttar og áhersla er lögð á að æfa markvisst samhljóðasambönd í léttum og spennandi sögum. Á safnvefnum Smábók er hægt að nálgast verkefni sem fylgja flokknum og lestrarbækur á rafbókarformi.

Miðstig
Sagan Arfurinn er skáldsaga, frumsamin með það í huga að nota í kennslu sem byggir á upplestri kennara og samspili kennara og nemenda á meðan lestri sögunnar stendur. Með bókinni fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar sem fyrst um sinn verða á rafrænu formi. Í leiðarvísi er að finna skýrar og nákvæmar leiðbeiningar með lestri á skáldsögunni eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Unglingastig
Í Útbroti eru fjölbreyttir og upplýsandi textar sem fjalla meðal annars um unga aðgerðarsinna, sögu heimiliskatta, rómantík, nýyrði, listaverkastuld, tónlistarhátíðir, bílpróf og peninga. Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar og fjölbreytt verkefni á vef.

skrifað 08. SEP. 2020.