1. Forsíða
  2. Hlustunarefni komið inn á læst svæði kennara

Hlustunarefni komið inn á læst svæði kennara

Vakin er athygli á að nálgast má hlustunarefni með námsefni í tónlist á læstu svæði kennara. Námsefnið sem um ræðir er Tónlist og líkaminn, Tónlist og Afríka og Tónlist og umhverfi. Fram til þessa hefur hlustunarefnið einungis fylgt með kennarabókum á geisladiskum en hefur nú verið sett á vefinn. 

 

Tónlist og líkaminn - Líkami þinn er hljóðfæri. Með honum getur þú búið til alls konar hljóð. Þú getur sungið, klappað, stappað og gert margt fleira sem gaman er að heyra. Í þessu námsefni er líkaminn notaður til að læra um tónlist, skynja hana og skapa.

Tónlist og Afríka  -  Í bókinni er kynning á afrískum hljóðfærum og því hvernig á að búa til slík hljóðfæri. Efnið er einkum ætlað nemendum í 3.-4. bekk þó að vissir hlutar þess henti einnig bæði yngri og eldri nemendum.

 

Tónlist og umhverfi – Tónlistin er í hjarta okkar, hugsunum og tilfinningum. Hún er í umhverfinu, náttúrunni og jafnvel geimnum. Tónlistin leikur stórt hlutverk í lífi okkar á hverjum degi. Þetta námsefni fjallar um tónlist og umhverfi. Um það hvernig tónlistin kemur til okkar úr ýmsum áttum og hvernig við getum búið hana til á svo margvíslegan hátt. 

skrifað 15. MAí. 2019.