1. Forsíða
  2. Innritunartölfræði og samsetning framhaldsskólanema

Innritunartölfræði og samsetning framhaldsskólanema

  • 85% nýnema fengu inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í fyrsta vali.
  • Í heild bárust flestar umsóknir til Tækniskólans.
  • Meðalaldur nemenda í starfsnámi er umtalsvert hærri en nemenda í bóknámi.
  • Fleiri karlkyns nemendur eru skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns nemendur.

Menntamálastofnun hefur tekið saman helstu tölur um nemendur framhaldsskólanna á haustönn 2021. Um tvær greiningar er að ræða og fjallar önnur um umsóknir og innritun á haustönn. Heildarfjöldi umsókna var 8.899, þar af voru nýnemaumsóknir 4.214.

Hin greiningin fjallar um samsetningu framhaldsskólanema í heild. Í henni má bera saman nemendasamsetningu síðustu þriggja anna.

Greiningarnar sýna m.a. skiptingu nemenda eftir námsleiðum, kynjum, aldri, einingafjölda og landshlutum.

Upplýsingarnar birtast nú í fyrsta skipti með gagnvirkum hætti í Power BI. Það gerir lesendum kleift að sía gögnin miðað við tilteknar forsendur og rýna í þau með markvissari hætti en áður.

Innritunartölfræði á haustönn 2021

Samsetning framhaldsskólanema

skrifað 28. OKT. 2021.