1. Forsíða
  2. Nýtt efni í samfélagsgreinum

Nýtt efni í samfélagsgreinum

Vakin er athygli á nýju efni í samfélagsgreinum:

Ísland, hér búum við

Bókin fjallar um landið okkar Ísland og hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga. Hún skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um kort og kortalestur, náttúru Íslands, náttúruauðlindir, atvinnulíf og umhverfi.
Í öðrum hluta er fjallað sérstaklega um hvern landshluta fyrir sig. Í þriðja hluta bókarinnar er örstutt umfjöllun um heimabyggðina. Þar er sjónum beint að nærumhverfi nemenda.

Verkefnabók fylgir nemendabókinni Ísland, hér búum við. Verkefnin eru fjölbreytt og henta bæði til einstaklings- og hópvinnu. Þau tengjast landafræði Íslands almennt og sérstaklega er unnið með hvern landshluta, þ.e. Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes, Reykjavík og nágrenni og hálendi Íslands. Einnig eru hugmyndir að vinnu við heimabyggð nemenda.

Íslandskort barnanna

Íslandskort barnanna er veggspjald með teikningu af Íslandi og helstu örnefnum þess. Teiknarinn, Jean Antoine Posocco, hefur gætt kortið lífi með gamansömum teikningum af fólki, dýrum, sögulegum viðburðum o.fl. Á kortinu er bent á helstu nátturuperlur og einnig sögustaði Íslands frá landnámsöld til dagsins í dag. Á jaðri þess er greint nánar frá atburðum, stöðum sem sýndir eru og þekktu fólki sem tengist þeim. Kortið hentar vel við landafræði- og sögukennslu.

 

Fólk á flótta

Þemahefti sem fjallar um flóttafólk. Kjarni bókarinnar er saga af flótta fjölskyldu frá Sýrlandi til Íslands. Sagan er skáldsaga en byggð á heimildum.

Samhliða sögunni eru málefni flóttafólks til skoðunar, t.d. hvaðan kemur það? Hvert fer það og hvernig? Hvað tekur það með sér? Hvernig flytur fólk á milli landa? Leitast er við að svara þessum spurningum og nemendur hvattir til að skoða málefnið frá ólíkum sjónarhornum. Markmiðið er að nemendur verði betur upplýstir um málefni flóttafólks í nútímanum.

 

Hér má sjá yfirlit yfir nýútkomið námsefni. 

Við minnum á námsefnissýninu og örkynningar Menntamálastofnunar sem kallast Náms-örk og fer fram í Smáraskóla, 14. nóvember kl. 14:30 - 16:30.

 

skrifað 06. NóV. 2018.