1. Forsíða
  2. Ráðstefna um námsbækur

Ráðstefna um námsbækur

Föstudaginn 28. júní síðastliðinn stóð mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Cambridge Assessment, Félagi íslenskra bókaútgefenda og Menntamálastofnun fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um námsbækur. Ráðstefnuna sóttu sérfræðingar og gestir frá Englandi, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Portúgal, Póllandi og Singapúr. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af International Textbook Summit sem enska menntamálaráðuneytið og Cambridge Assessment héldu í London árið 2018. Markmiðið með ráðstefnunni hér á landi var að stuðla að umræðu um gæði námsbóka og gildi þeirra í skólastarfi og ræða þróun námsefnisgerðar í framtíðinni. 

Fjallað var um námsefni frá mörgum hliðum. Tim Oates frá Cambridge Assessment fjallaði um gildi námbóka og tengds efnis í alþjóðlegu samhengi. Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar og Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda fjölluðu um stöðuna á íslenskum markaði fyrir námsbækur, Jane Mann frá Cambridge University Press fjallaði um þróun stafræns námsefnis síðastliðna tvo áratugi og Þórólfur Matthíasson, prófessor, fjallaði um námsbókaútgáfu frá sjónarhóli hagfræðinnar. Þá flutti Nuno Crato, fyrrverandi menntamálaráðherra Portúgals erindi um það hvernig góð námskrá og öflugt námsmat geta aukið vægi námbóka. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp og að því loknu fjallaði Joy Tan, frá Marshall Cavendish Education í Singapúr um það hvernig öflug starfsþróun kennara getur aukið vægi og áhrif námsbóka. Að lokum sagði Robert Kuc, frá Klett í Póllandi, frá breytingum á Pólskum kennslubókamarkaði og  hlutverkum ríkis og einkaaðila. 

Nálgast má erindin sem haldin voru á ráðstefnunni hér fyrir neðan:

skrifað 12. JúL. 2019.