1. Forsíða
  2. Til hamingju með dag barnabókarinnar!

Til hamingju með dag barnabókarinnar!

Dagur barnabókarinnar er í dag en hann er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi H.C. Andersen.

Í tilefni dagsins er við hæfi að minna á RISAstórar smáSÖGUR sem eru sögur skrifaðar af börnum fyrir börn. Þær eru hluti af samstarfsverkefni sem Menntamálastofnun, KrakkaRÚV og Sögur – samtök um barnamenningu, hafa sett af stað. Einn liður í verkefninu er að hvetja börn  til lesturs og skapandi skrifa. Smásagnasamkeppni fór fram á vef KrakkaRÚV og voru 34 sögur, eftir 5-12 ára börn, valdar til útgáfu í þessari rafbók. 

Annað efni sem á vel við í dag eru bækurnar í flokknum Auðlesnar sögubækur sem er ætlaður fyrir unglingastig grunnskóla:

Lyginni líkust

Draugaljósið

Náttfiðrildi

Strákaklefinn

Gleraugun hans Góa

Í flokknum Sestu og lestu eru bækur fyrir börn á yngsta og miðstigi grunnskóla og er þeim ætlað að vekja með börnum lestrargleði og áhuga og kynna fyrir þeim mismunandi framsetningu texta:

Danski draugurinn

Geitur í garðinum

Hetjurnar þrjár

Hundakúnstir 

Leitin að haferninum

Vélmennið í grasinu

Ævintýri á Ingólfsfjalli

Þann 30. apríl næskomandi verður útgáfudagur að vori hjá Menntamálastofnun en þá koma út á þriðja tug nýrra titla. Má þar nefna Fimbulvetur sem er í flokknum Auðlesnar sögubækur og Galdraskólinn sem er hluti af Sestu og lestu flokkinum.

Þá kemur út bókin Smátímasögur en þar eru þær níu sögur sem lesnar hafa verið á degi íslensku barnabókarinnar og við gefum út í samstarfi við IBBY á Íslandi.

Til hamingju með dag barnabókarinnar!

skrifað 02. APR. 2019.