Viðurkenningar einkaskóla og staðfestingar þjónustusamninga – tölvupóstur á [email protected]
Samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 skal félags- og vinnumarkaðsráðherra, eða aðili sem hann felur það verkefni, veita fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi fræðsluaðila uppfylli almenn skilyrði laganna og reglna sem settar eru með stoð í þeim.
Leiðbeiningar
Eftirfarandi leiðbeiningar lýsa þeim upplýsingum sem fræðsluaðilar þurfa að veita til að geta hlotið viðurkenningu ráðuneytisins til að annast framhaldsfræðslu skv. ákvæðum laga nr. 27/2010 og reglugerðar nr. 1163/2011. Við afgreiðslu umsókna er gengið úr skugga um að starfsemi viðkomandi fræðsluaðila uppfylli einstaka þætti krafnanna. Umsækjendur geta haft leiðbeiningarnar til hliðsjónar við samningu umsóknar.
Viðurkenning er veitt á grundvelli umsóknar sem Menntamálastofnun berst frá eiganda eða stjórn fræðsluaðila. Með umsókn skal leggja fram eftirfarandi gögn eða upplýsingar: