Lög og reglur

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum starfar í samræmi við ákvæði í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 og ákvæði í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskóla nr. 326/2016. Fagráðið starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis, en umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun. Mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þann  4. janúar 2019 endurskoðaðar verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum. Um leið féllu úr gildi fyrri verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í grunnskólum frá 17. maí 2016.

 Verklagsreglur og lagastoð fagráðsins

Verklagsreglur  um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum nr. 30/2019

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum nr. 326/2016

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélags í grunnskólum nr. 1040/2011

Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008

Lög um grunnskóla nr. 91/2008

Barnalög nr. 76/2003

Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013  - Sjá einnig vefinn barnasattmali.is