Þriðja og síðasta bókin þar sem Iðunn Steinsdóttir endursegir Snorra-Eddu fyrir börn og unglinga. Edda Snorra Sturlusonar geymir bestu lýsingar sem við eigum af ásatrú. Hún fjallar m.a. um ferð Þórs til Útgarða - Loka, brottnám Iðunnar, mjöð skálda og leirskálda, hvarf hamarsins Mjölnis, ráðabrugg Loka og dauða Baldurs.